Sérfræðingar

Hjá Snjalllásum vinnur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu þegar kemur að vali á aðgangsstýringum. Okkar starfsfólk býr yfir margra ára reynslu í greininni og með þeim hefur myndast djúpur skilningur á þörfum og áskorunum hvers lags gistirekstrar og aðgengi ferðamanna.

Hvort sem um ræðir spurningar um snjalllásalausnir, þarft aðstoð við uppsetningu, eða hefur einhverjar aðrar spurningar sem snúa að aðgangsstýringum að gististöðum eða heimilum, þá erum við hér til að aðstoða. Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og vinnum náið með okkar viðskiptavinum til að tryggja góðan árangur.

Hafðu samband við okkur strax í dag ef þú ert að leita að einföldum, en um leið, öruggum aðgangsstýringum að þinni eign. Við hjálpum þér að leysa vandamálin strax í dag.

Sverrir Steinn Sverrisson

CMO

Jón Rúnar Jonsson

Rekstrarþjónusta

Marcell Jósefsson

Tækniaðstoð